Samband íslenskra sveitarfélaga - úttekt á starfi leikskóla

Málsnúmer 2012121107

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 1. fundur - 07.01.2013

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsti 10. desember 2012 eftir sveitarfélögum sem vildu að fram færi úttekt utanaðkomandi aðila á starfi leikskóla.

Skóladeild sendi inn umsókn um úttekt á starfi Tröllaborga sem ekki hefur borist svar við.

Skólanefnd - 5. fundur - 04.03.2013

Svar Námsmatsstofnunar við umsókn Akureyrarkaupstaðar á leikskólanum Tröllaborgum haustið 2013.

Námsmatsstofnun hefur ákveðið að fram fari ytra mat á starfi Tröllaborga á tímabilinu september til nóvember 2013.

Skólanefnd - 7. fundur - 14.04.2014

Fyrir fundinn var lögð skýrsla um mat á starfi leikskólans Tröllaborga sem unnin var á vegum Námsmatsstofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Fanney Jónsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðum matsins og úrbótaáætlun sem unnin hefur verið.

Skólanefnd þakkar Fanneyju Jónsdóttur fyrir og hvetur starfsfólk leikskólans til að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið þar.

Skólanefnd - 19. fundur - 05.10.2015

Svar leikskólans við úttektinni. Framkvæmd og staða í september 2015.
Umbótaáætlun mun verða aðgengileg á heimasíðu leikskólans Tröllaborgar.

Skólanefnd - 1. fundur - 18.01.2016

Lagt fram til kynningar ytra mat á leikskólanum Tröllaborgum.