Glerá - gönguleiðir

Málsnúmer 2012121098

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar 13. desember 2012 erindi úr viðtalstíma þar sem Hólmfríður S. Haraldsdóttir, Hamarstíg 32, óskar eftir að svæðið í kringum neðsta hluta Glerár verði klárað og að þar verði gerðar gönguleiðir, sem síðan yrðu tengdar við höfnina um Hjalteyrargötu.

Í gildi er deiliskipulag af neðsta hluta Glerár en þar er gert ráð fyrir gönguleiðatengingum við hafnarsvæðið sem tengjast öðrum meginstígum á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdadeild er stígagerðin á framkvæmdaáætlun 2015-2016.