Íþóttafélagið Þór - aðkoma Akureyrarbæjar að breytingum á anddyri Hamars/Bogans

Málsnúmer 2012120018

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 122. fundur - 06.12.2012

Erindi dags. 27. nóvember 2012 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað er eftir þátttöku Akureyrarbæjar í kostnaði við framkvæmdir á anddyri félagsheimilis Þórs.
Árni Óðinsson S-lista vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Eiður Arnar Pálmason framkvæmdastjóri Þórs sat fundinn undir umræðum þessa liðar, en vék af fundi áður en til afgreiðslu kom.

Íþróttaráð tekur undir hugmyndir um endurbætur á anddyri Hamars og vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 217. fundur - 14.12.2012

3. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 12. desember 2012:
Erindi dags. 27. nóvember sl. frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað er eftir þátttöku Akureyrarbæjar í kostnaði við framkvæmdir á anddyri félagsheimilis Þórs. Eiður Arnar Pálmason framkvæmdarstjóri Þórs sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að leggja fram kr. 1.750.000 í framkvæmdakostnað að framkvæmd lokinni og að uppfylltum öllum leyfum og samþykktum.

Íþróttaráð - 125. fundur - 07.02.2013

Bókun og afgreiðsla stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar frá 14. desember 2012 lögð fram til kynningar.