Snjómokstur - forgangur

Málsnúmer 2012110171

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 260. fundur - 14.12.2012

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun í bæjarráði 22. nóvember sl.:
Legg til að bæjaryfirvöld á Akureyri setji í forgang snjómokstur fyrir gangandi vegfarendur. Þá eru bæjaryfirvöld einnig hvött til þess að gera þjónustustig og forgangsröðun í snjómokstri aðgengilega bæjarbúum á vefsíðu bæjarins.
Bæjarfulltrúar L-listans óskuðu bókað á sama fundi að finna mætti upplýsingar inn á heimasíðu sveitarfélagsins um snjómokstur, hálkuvarnir og hvaða forgangsröðun væri í gildi á götum sveitarfélagsins. Kort af gönguleiðum er í vinnslu og eins er unnið eftir ákveðinni forgangsröð vegna öryggis og almenningssamgangna.
Málinu var vísað til framkvæmdadeildar.
Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu og hreinlætismála kynnti málið.