Hríseyjargata 7 - umsókn um leyfi vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2012110147

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 423. fundur - 28.11.2012

Erindi dagsett 19. nóvember 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Lúðvíks Jónssonar sækir um leyfi vegna viðbyggingar við íbúðarhús sitt á lóð nr. 7 við Hríseyjargötu. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 424. fundur - 06.12.2012

Erindi dagsett 19. nóvember 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Lúðvíks Jónssonar sækir um leyfi vegna viðbyggingar við íbúðarhús á lóð nr. 7 við Hríseyjargötu. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h. Varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
4. Gr. 12.2.1. - 13.3.3. Varðandi útreikninga heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks u-gilda byggingarhluta.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 442. fundur - 07.05.2013

Lúðvík Ríkharð Jónsson, Hríseyjargötu 7, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 11. apríl 2013.
Hann langar að vita hvort hægt sé að fá afslátt af gatnagerðargjöldum og spyr hvaða reglur gildi um gatnagerðargjöld á viðbyggingum.
Hann spurðist ennfremur fyrir um reglur um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra.
Samkvæmt gjaldskrá Akureyrarbæjar um gatnagerðargjöld skal greiða gatnagerðargjald af viðbyggingu sem nemur fermetrum hennar. Öldruðum er veittur 20% afsláttur af gildandi gjaldskrá fasteignagjalda sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. júní 2012. Í gjaldskránni er einnig afsláttarákvæði vegna viðbygginga við hús sem orðin eru eldri en 15 ára sem á ekki við í þessu tilviki.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum er að finna á vef Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/static/files/01_akureyri.is/pdf/Reglur_afsl_elli_ororku2013.pdf