Hjalteyrargata - Gránufélagsgata, gangbraut

Málsnúmer 2012110120

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 148. fundur - 28.11.2012

Jón Sigurðsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 15. nóvember 2012. Hann telur að setja þurfi gangbraut á Hjalteyrargötu þar sem ferðamenn frá skemmtiferðaskipum við Tangabryggju gangi oft Gránufélagsgötu.

Skipulagsnefnd þakkar ábendinguna og leggur til við framkvæmdadeild að gerð verði tillaga um gangbraut við gatnamót Gránufélagsgötu og Hjalteyrargötu þannig að öryggi gangandi vegfarenda verði tryggt.

Skipulagsnefnd - 160. fundur - 26.06.2013

Skipulagsnefnd gerði á fundi sínum þann 28. nóvember 2012 eftirfarandi bókun:
"Jón Sigurðsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 15. nóvember 2012. Hann telur að setja þurfi gangbraut á Hjalteyrargötu þar sem ferðamenn frá skemmtiferðaskipum við Tangabryggju gangi oft Gránufélagsgötu.
Skipulagsnefnd þakkar ábendinguna og leggur til við framkvæmdadeild að gerð verði tillaga um gangbraut við gatnamót Gránufélagsgötu og Hjalteyrargötu þannig að öryggi gangandi vegfarenda verði tryggt."

Innkomið svar frá framkvæmdadeild í minnisblaði frá 16. maí 2013 þar sem lagt er til að gerð verði gangbraut yfir Hjalteyrargötu á móts við Gránufélagsgötu norðanverða.

Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði merkt gangbraut samkvæmt tillögu framkvæmdadeildar.