Ice-Husky félagið - skíðagöngubraut í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2012110115

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 122. fundur - 06.12.2012

Tekið fyrir erindi sem bæjarráð vísaði til íþróttaráðs á fundi sínum þann 22. nóvember sl. varðandi áhuga Ice-Husky félagsins að fá aðgang að skíðagöngubrautinni í Hlíðarfjalli í einn dag í vetur fyrir sleðakeppni Huskyhunda.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlagt erindi og felur forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna málið áfram.