Holtagata 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2012110092

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 148. fundur - 28.11.2012

Erindi dagsett 14. nóvember 2012 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Sigmundar Kristbergs Magnússonar sækir um byggingu bílgeymslu við lóð nr. 1 við Holtagötu. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og teikningar eftir Harald Árnason.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Erindi dagsett 14. nóvember 2012, þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Sigmundar Kristbergs Magnússonar sækir um leyfi fyrir byggingu bílgeymslu á lóð nr. 1 við Holtagötu, var grenndarkynnt frá 30. nóvember með athugasemdafresti til 27. desember 2012.
Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd heimilar byggingu bílgeymslu á lóðinni og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 433. fundur - 20.02.2013

Erindi dagsett 14. nóvember 2012 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Sigmundar Kristbergs Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílageymslu við Holtagötu 1. Meðfylgjandi eru samþykki nágranna og teikningar eftir Harald Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 437. fundur - 20.03.2013

Erindi dagsett 14. nóvember 2012 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Sigmundar Kristbergs Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílageymslu við Holtagötu 1. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og teikningar eftir Harald Árnason.
Innkomnar teikningar 13. mars 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 493. fundur - 22.05.2014

Erindi dagsett 15. maí 2014 þar sem Sigmundur Kristberg Magnússon óskar eftir að fella niður samþykkt á byggingaráformum fyrir bílageymslu við Holtagötu 1, sem samþykkt var 20. mars 2013. Einnig óskar hann eftir að greiðsluseðill fyrir gatnagerðargjöldum verði felldur niður.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.