Dagþjónusta í Hlíð - kynning á þjónustukönnun

Málsnúmer 2012110056

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1154. fundur - 14.11.2012

Friðný B. Sigurðardóttir þjónustustjóri kynnti niðurstöður þjónustukönnunar sem gerð var í dagþjónustu í Hlíð snemma vetrar 2011. Þetta er í annað sinn sem slík þjónustukönnun er gerð, sú fyrri var gerð 2008. Mjög góð þátttaka var í könnuninni og bárust svör frá 90% dagþjónustugesta. Í stuttu máli þá er almenn ánægja með starfsemi dagþjónustunnar og er það hvatning fyrir starfsfólk að halda áfram á sömu braut.