Miðstöð norðurslóðaviðskipta - markaðsátak

Málsnúmer 2012110041

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 132. fundur - 08.11.2012

Akureyrarbær er meðal þátttakenda í klasasamstarfi sem leitt er af AFE og hefur það markmið að koma fyrirtækjum og þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu á framfæri við verkkaupa á Grænlandi. Farið yfir kynningu á verkefninu og hvernig þátttöku bæjarins verður háttað.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að taka þátt í klasasamstarfinu með vinnuframlagi og 300.000 kr. fjárframlagi. Halla Björk Reynisdóttir, kt. 170967-5189, mun sitja í verkefnisstjórn samstarfsins fyrir hönd Akureyrarbæjar.

Stjórn Akureyrarstofu - 137. fundur - 21.02.2013

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti í nóvember sl. að taka þátt í klasasamstarfi á vegum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem hefur það markmið að koma fyrirtækjum og þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu á framfæri við mögulega verkkaupa á Grænlandi í tengslum við auðlindanýtingu. Samstarfið fór formlega af stað þann 15. febrúar sl. og er þátttaka í því mun meiri en gert var ráð fyrir í upphafi.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að verkefnið er komið af stað með þeim krafti sem raun ber vitni. Akureyrarstofa hefur mjög góða reynslu af klasasamstarfi um verkefni á sviði þróunar og eflingar ferðaþjónustu. Aðferðin mun vafalítið, einnig í þessu tilfelli, skila meiri krafti og árangri en einstakir aðilar gætu náð einir sér.