Markaðsstofa Norðurlands - beiðni um endurnýjun þjónustusamnings

Málsnúmer 2012110011

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 132. fundur - 08.11.2012

Erindi dags. 30. október 2012 frá Ásbirni Björgvinssyni framkvæmdastjóra Markaðsstofunnar, þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um stuðning Akureyrarbæjar við starfsemina.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir áframhaldandi stuðning við Markaðsstofuna. Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu falið að ganga frá nýjum samningi í samræmi við nýsamþykktar reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar sem lagður verði fyrir stjórnina ásamt ársreikningi Markaðsstofunnar.