Innbærinn - umferðaröryggi og skilti

Málsnúmer 2012110002

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Erindi dagsett 1. nóvember 2012 frá Kristjáni Helgasyni f.h. Íbúasamtaka Innbæjarins þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd umferðarmælinga og talningar svo og um niðurstöður umferðamælinga í Innbænum. Einnig er ítrekað að skilti á horni Aðalstrætis og Drottningarbrautar byrgi ökumönnum sýn og óskað er eftir úrbótum á því. Þá er óskað eftir þungatakmörkunum í Lækjargili á sambærilegan hátt og gert hefur verið við Spítalaveg.

Gerðar voru tvær hraðamælingar við Lækjargötu 9 í september 2012 sem sýna að meðalhraði bíla er 23 - 27 km/klst og 33 - 34 km/klst. Einnig voru gerðar hraðamælingar í desember 2012 við Hafnarstræti 31 sem sýna að meðalhraði bíla er 27 - 28 km/klst. Hraðamæling var gerð við Aðalstræti 42 sem sýnir að meðalhraði bíla er 30 - 31 km/klst. Hámarkshraði hverfisins er 30 km/klst. Mælingar sýna að umferðarhraði er ásættanlegur.

Óskað er eftir við framkvæmdadeild að skilti á horni Aðalstrætis og Drottningarbrautar verði staðsett þannig að það byrgi ekki ökumönnum sýn.

Skipulagsnefnd samþykkir að um Lækjargötu verði umferð vörubifreiða og annarra stærri bifreiða með leyfilegri heildarþyngd meiri en 12 t takmörkuð við flutninga að og frá aðliggjandi hverfum.