Búðargil - fyrirspurn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2012100184

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Erindi dagsett 30. október 2012 þar sem Sæluhús Akureyrar, kt. 591200-3130, senda inn fyrirspurn um stækkun lóðar til suðurs og norðurs vegna byggingar frístundahúsa við orlofsbyggðina við Búðargil. Meðfylgjandi er afstöðumynd dagsett 25. október 2012.

Skipulagsnefnd getur fallist á stækkun svæðisins til suðurs en hafnar stækkun svæðisins til norðurs m.a. þar sem hluti svæðisins er innan lóðar Sjúkrahússins á Akureyri.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.