Íbúðarsvæði við Mýrarveg - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012100157

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 148. fundur - 28.11.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Mýrarveg dagsetta 28. nóvember 2012, og unna af Ágústi Hafsteinssyni frá Form ehf.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3331. fundur - 04.12.2012

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Mýrarveg dags. 28. nóvember 2012, og unna af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Mýrarveg var grenndarkynnt 7. desember 2012 með athugasemdafresti til 4. janúar 2013.
Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.