Að auka efnahagslega virkni og félagslega þátttöku

Málsnúmer 2012100101

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 118. fundur - 12.12.2012

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um umsókn um IPA-styrk til að þróa leiðir til að auka efnahagslega virkni og félagslega þátttöku. Verkefnið beinist að 18-40 ára einstaklingum sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af atvinnuleysi í kjölfar efnahagshrunsins.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild sátu fundinn undir þessum lið.
María H. Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi D-lista mætti til fundar kl. 17:05.