Hamarstígur - biðskylda á hliðargötur

Málsnúmer 2012100063

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 145. fundur - 10.10.2012

Edward Hákon Huijbens, V-lista, óskar eftir að sett verði biðskylda á hornið á Helgamagrastræti og Hamarstíg.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en leggur til að samráð verði haft við framkvæmdadeild um mótun heildarstefnu umferðarréttar á Akureyri.

Skipulagsnefnd - 163. fundur - 28.08.2013

Edward Hákon Huijbens og Andrea S. Hjálmsdóttir, V-lista, hafa óskað eftir að sett verði biðskylda á gatnamót eftirfarandi gatna að Hamarstíg: Helgamagrastræti, Holtagötu og Hlíðargötu.

Skipulagsnefnd samþykkir að biðskylda verði sett á umrædd gatnamót.

Skipulagsnefnd - 166. fundur - 30.10.2013

Ragnar Jón Ragnarsson og Jens K. Gíslason fulltrúar í hverfisnefnd Brekku og Innbæjar mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 10. október 2013.
Erindi þeirra lýtur að ákvörðun skipulagsnefndar um að setja biðskyldu við göturnar sem eru aðliggjandi Hamarstíg. Þeir benda á vöntun á samráði við hverfisnefnd um ákvörðunina. Telja þeir að ekki sé ráðlegt að gatan verði gerð að einstefnu. Þeir skora á bæjaryfirvöld að ákvörðunin verði endurskoðuð og fundin verði lausn á málinu í samráði við hverfisnefnd.

Fulltrúar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar hafa óskað eftir fundi með fulltrúum skipulagsnefndar.

Skipulagsstjóra er falið að finna hentuga tímasetningu fyrir fund aðila til þess að fara yfir stöðu málsins með lausn í huga.