Æskulýðs- og tómstundastarf - viðurkenningar

Málsnúmer 2012090258

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 114. fundur - 03.10.2012

Ræddar hugmyndir um veitingu viðurkenninga til þeirra sem skara framúr í æskulýðs- og tómstundastarfi.

Samfélags- og mannréttindaráð - 115. fundur - 17.10.2012

Ræddar hugmyndir um veitingu viðurkenninga til þeirra sem skara framúr í æskulýðs- og tómstundastarfi.

Samfélags- og mannréttindaráð - 116. fundur - 07.11.2012

Áframhaldandi umræður um veitingu viðurkenninga til þeirra sem skara fram úr í æskulýðs- og tómstundastarfi.

Samfélags- og mannréttindaráð - 118. fundur - 12.12.2012

Áframhaldandi umræður um veitingu viðurkenninga til þeirra sem skara fram úr í æskulýðs- og tómstundastarfi.

Samfélags- og mannréttindaráð - 119. fundur - 21.01.2013

Lögð lokahönd á gerð reglna samfélags- og mannréttindaráðs um veitingu viðurkenninga fyrir framúrskarandi æskulýðs- og tómstundastarf.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir reglurnar.  Heimir Haraldsson og Anna Hildur Guðmundsdóttir verða fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs í valnefnd og óskað er eftir tilnefningum frá ungmennaráði, félagsmálaráði og Félagi eldri borgara.

Félagsmálaráð - 1158. fundur - 23.01.2013

Tekið fyrir erindi frá samfélags- og mannréttindaráði þar sem óskað er eftir tilnefningu frá félagsmálaráði í valnefnd vegna viðurkenninga fyrir framúrskarandi æskulýðs- og tómstundastarf.
Félagsmálaráð tilnefnir Valdísi Önnu Jónsdóttur sem fulltrúa félagsmálaráðs í valnefndina.

Samfélags- og mannréttindaráð - 142. fundur - 12.03.2014

Vorið 2013 veitti samfélags- og mannréttindaráð í fyrsta skipti viðurkenningar fyrir framúrskarandi æskulýðs- og tómstundastarf.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum. Ráðið tilnefnir Heimi Haraldsson og Önnu Hildi Guðmundsdóttur sem fulltrúa sína í valnefnd og óskar eftir tilnefningum frá ungmennaráði, félagsmálaráði og Félagi eldri borgara.

Samfélags- og mannréttindaráð - 144. fundur - 02.04.2014

Samfélags- og mannréttindaráð mun í vor veita viðurkenningu til einstaklinga og verkefna á sviði æskulýðsstarfs og tómstunda. Markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til áframhaldandi starfs. Annars vegar verða veittar viðurkenningar til einstaklinga og hins vegar vegna áhugaverðra verkefna. Nánari upplýsingar og eyðublöð er að finna á heimasíðu Rósenborgar.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur bæjarbúa til að senda inn tilnefningar.

Félagsmálaráð - 1183. fundur - 09.04.2014

Samfélags og mannréttindaráð óskar eftir tilnefningu félagsmálaráðs í valnefnd á vegum ráðsins.

Félagsmálaráð samþykkir að tilnefna Val Sæmundsson í valnefnd á vegum ráðsins.  Framkvæmdastjóra búsetudeildar er falið að hafa samband við Félag eldri borgara. 

Samfélags- og mannréttindaráð - 147. fundur - 21.05.2014

Afhentar voru viðurkenningar samfélags- og mannréttindaráðs fyrir framúrskarandi æskulýðs- og tómstundastarf.
Eftirtalin hlutu viðurkenningar: Heiða Hlín Björnsdóttir, Hlynur Friðriksson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Hin-Hinsegin Norðurland og Kór eldri borgara.

Samfélags- og mannréttindaráð - 163. fundur - 19.03.2015

Samfélags- og mannréttindaráð hefur tvö undanfarið ár veitt viðurkenningar fyrir framúrskarandi æskulýðs- og tómstundastarf. Lögð fram samþykkt frá 21. janúar 2013 um viðurkenningarnar, ásamt breytingatillögum við þá samþykkt. Einnig lagt fram minnisblað dagsett 16. mars 2015 um fyrri viðurkenningar.
Ráðið samþykkir breytingatillögur við samþykkt um viðurkenningar og tilnefnir Siguróla Magna Sigurðsson og Hlín Garðarsdóttur sem fulltrúa samfélags- og mannréttindaráðs í valnefnd. Óskað er eftir tilnefningum frá ungmennaráði, Félagi eldri borgara og skólanefnd. Einnig var samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum til viðurkenninga.