Njarðarnes 8 - umsókn um leyfi fyrir breytingum á 2. hæð

Málsnúmer 2012090192

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 415. fundur - 26.09.2012

Erindi dagsett 19. september 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Car-X ehf., kt. 490304-3390, sækir um leyfi til að breyta hluta af efri hæð að Njarðarnesi 8 í vörulager.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingareglugerð nr. 112-2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður c varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.4.12. Lyftur og lyftupallar.
Meðfylgjandi eru nánari skýringar í bréfi og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 510. fundur - 24.09.2014

Erindi dagsett 9. september 2014 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Car-x ehf., kt. 490304-3390, sækir um uppfærslu á brunaviðvörunarkerfi fyrir hús nr. 8 við Narðarnes. Meðfylgjandi er Brunahönnun.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 512. fundur - 09.10.2014

Erindi dagsett 25. september 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Car-X ehf., kt. 490304-3390, sækir um leyfi fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Njarðarnes. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar teikningar og brunahönnun 3. október 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.