Q - félag hinsegin stúdenta - styrkbeiðni vegna bæklingagerðar

Málsnúmer 2012090001

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 115. fundur - 17.10.2012

Erindi dags. 29. ágúst 2012 frá Gunnari Erni Kárasyni f.h. Q - félags hinsegin stúdenta þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 5.000 - 25.000 vegna gerðar bæklings sem myndi útskýra hvað það er að vera ,,hinsegin" í nútíma samfélagi.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 25.000 og vonar að verkefnið verði að veruleika.