Aðstaða til íþróttaiðkunar í Glerárskóla og Naustaskóla

Málsnúmer 2012080120

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 115. fundur - 06.09.2012

Erindi dags. 30. ágúst 2012 frá Íþróttabandalagi Akureyrar varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar í Glerárskóla og Naustaskóla.

Íþróttaráð óskar eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar að gerðar verði úrbætur á gólfi og aðstæðum til körfuboltaiðkunar í íþróttahúsi Glerárskóla.

Forstöðumanni íþróttamála falið að ræða málefni Dansdeildar Akurs við Fasteignir Akureyrarbæjar.