Heiðursviðurkenning Akureyrar

Málsnúmer 2012080080

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3324. fundur - 29.08.2012

Lögð fram tillaga að samþykkt um Heiðursviðurkenningu Akureyrar.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. ágúst sl. tillögu um þá einstaklinga sem hljóta skulu Heiðursviðurkenningu Akureyrar í fyrsta sinni í tilefni af afmæli bæjarins á yfirstandandi ári. Nöfn heiðursviðurkenningarhafa eru færð í trúnaðarbók bæjarráðs og verður upplýst um þau að loknum þessum hátíðarfundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að setja á fót Heiðursviðurkenningu Akureyrar og samþykkir einnig framangreinda tillögu bæjarráðs um hverjir skuli hljóta viðurkenningu að þessu sinni.