Laufásgata 8 - umsókn um stöðuleyfi 2012

Málsnúmer 2012080006

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Erindi dagsett 3. ágúst 2012 þar sem Auður Skúladóttir sækir um stöðuleyfi til bráðabirgða fyrir hús sem fyrirhugað er að flytja frá Frostagötu 2b og á endanlegan stað í Eyjafirði. Óskað er eftir að fá að staðsetja húsið við Laufásgötu frá og með 1. september 2012. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir umbeðna staðsetningu.

Skipulagsnefnd heimilar stöðuleyfi fyrir húsið á lóðinni Laufásgötu 8 til 1. ágúst 2013 með fyrirvara um úthlutun hennar. Húsið skal staðsett austan skolpdælustöðvar.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 455. fundur - 07.08.2013

Erindi dagsett 1. ágúst 2013 þar sem Auður Skúladóttir óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi við Laufásgötu 8. Sjá nánar í bréfi.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfið til þriggja mánaða. Ekki verða veittir frekari frestir um stöðuleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 477. fundur - 23.01.2014

Erindi dagsett 27. desember 2013 þar sem Auður Skúladóttir óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir gamalt hús á lóðinni Laufásgötu 8.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem rökstuðningur fyrir ósk um framlengingu hefur ekki borist.