Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni til framkvæmda við gönguskíðaskálann

Málsnúmer 2012070128

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 113. fundur - 16.08.2012

Erindi dags. 27. júlí 2012 frá Eyþóri Ólafi Bergmannssyni f.h. Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna framkvæmda við stækkun/endurnýjun á rotþró við gönguskíðaskálann í Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins. Forstöðumanni íþróttamála falið að ræða við málsaðila.

Íþróttaráð - 115. fundur - 06.09.2012

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 27. júlí 2012 frá Eyþóri Ólafi Bergmannssyni f.h. Skíðafélags Akureyrar (SKA) þar sem óskað er eftir styrk vegna framkvæmda við stækkun/endurnýjun á rotþró við gönguskíðaskálann í Hlíðarfjalli. Erindinu var frestað á fundi íþróttaráðs 16. ágúst sl. og forstöðumanni íþróttamála falið að ræða við málsaðila.

Íþróttaráð samþykkir að veita Skíðafélagi Akureyrar styrk að upphæð kr. 330.000.