Leiruvöllur við Hafnarstræti - endurreisn

Málsnúmer 2012070064

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Kristján Helgason, Inga Vala Birgisdóttir, Sigurbjörg Pálsdóttir og Fríður Leósdóttir úr stjórn Innbæjarsamtakanna mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 25. október 2012.
Eftirfarandi liðum var vísað til afgreiðslu skipulagsnefndar:
b) Þau hafa áhyggjur af efri hluta Lækjargils og vilja vita hvað á að gera við hann og hvort og hvenær megi búast við að gatan verði malbikuð. Þau vilja benda á að vegna einstefnu Spítalavegar hefur umferð um gilið aukist til muna og þörf er á þungatakmörkunum í gilinu vegna umferðar stórra vöruflutningabíla.
d) Einnig er gerð athugasemd vegna akstursstefnu Spítalavegar.

b) Í nýsamþykktu deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins er Lækjargata skilgreind sem íbúðargata á milli Aðalstrætis og Höfðagötu. Gert er ráð fyrir þéttingu byggðar á neðra svæði Búðargilsins en óbyggðu svæði á efra hluta þess. Samkvæmt upplýsingum frá  framkvæmdadeild er endurbygging Lækjargötu ráðgerð 2016 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs í 3ja ára áætlun.

d) Þann 22. ágúst 2012 gerði skipulagsnefnd eftirfarandi bókun um málið:

"Við vinnslu deiliskipulags Spítalavegar og Tónatraðar var núverandi aksturstefna ákveðin í samráði við íbúa hverfisins.

Skipulagsnefnd hafnar beiðninni þar sem íbúar við Spítalaveg eru mótfallnir breytingunni."