Spítalavegur - ósk um breytta akstursstefnu

Málsnúmer 2012070062

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 141. fundur - 25.07.2012

Erindi dagsett 5. júlí 2012 frá Kristjáni Helgasyni f.h. Innbæjarsamtakanna, hagsmunasamtaka íbúa, þar sem óskað er eftir að akstursstefnu verði breytt í neðsta hluta Spítalavegar í samræmi við ályktun sem samþykkt var á almennum fundi samtakanna í Laxdalshúsi þann 5. júlí sl.

Skipulagsstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Erindi dags. 5. júlí 2012 frá Kristjáni Helgasyni f.h. Íbúasamtaka Innbæjarins varðandi ályktun um breytta akstursstefnu í neðsta hluta Spítalavegar sem samþykkt var á almennum íbúafundi í Laxdalshúsi þann 5. júlí sl.
Í framhaldi voru send út bréf til íbúa við Spítalaveg og óskað eftir áliti þeirra á tillögunni fyrir 17. ágúst 2012.
Neikvætt svar um breytinguna barst frá íbúum við Spítalaveg 1,9,13,17,19 og 21.

Við vinnslu deiliskipulags Spítalavegar og Tónatraðar var núverandi aksturstefna ákveðin í samráði við íbúa hverfisins.

Skipulagsnefnd hafnar beiðninni þar sem íbúar við Spítalaveg eru mótfallnir breytingunni.