Innbærinn - umferðaröryggi og skilti

Málsnúmer 2012070059

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Erindi dags. 5. júlí 2012 frá Kristjáni Helgasyni f.h. Íbúasamtaka Innbæjarins varðandi ályktun um umferðaröryggismál sem samþykkt var á almennum íbúafundi í Laxdalshúsi þann 5. júlí sl. Vakin er athygli á miklum umferðarhraða í hverfinu, lagt er til að settar verði upp hraðahindranir og þrengingar í hverfið í samráði við íbúa. Einnig er vakin athygli á staðsetningu skilta við gatnamót Aðalstrætis og Drottningarbrautar við Höepfnersbryggju.

Skipulagsnefnd óskar eftir við framkvæmdadeild að gerðar verði hraðamælingar í Innbænum sem síðar verði lagðar fyrir nefndina. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að yfirfara skiltastaðsetningar í hverfinu.