Dalsbraut - íbúar óska eftir lengri hljóðmön

Málsnúmer 2012070042

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 141. fundur - 25.07.2012

Erindi dagsett 9. júlí 2012 þar sem íbúar við Hörpulund og Holtateig fara þess á leit við skipulagsyfirvöld Akureyrarbæjar að hljóðmön austan Dalsbrautar verði framlengd til suðurs frá því sem nú er gert ráð fyrir. Meðfylgjandi er undirskriftalisti íbúa við Hörpulund og Holtateig.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn framkvæmdadeildar og felur skipulagsstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Erindi dagsett 9. júlí 2012 þar sem íbúar Hörpulundar og Holtateigs fara þess á leit við skipulagsyfirvöld Akureyrarbæjar að hljóðmön austan Dalsbrautar verði framlengd til suðurs frá því sem nú er gert ráð fyrir. Meðfylgjandi er undirskriftalisti hluta íbúa Hörpulundar og Holtateigs.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í beiðnina og felur skipulagsstjóra að gera viðeigandi lagfæringar á umfangi hljóðmana á deiliskipulagsuppdrætti af suðurhluta Dalsbrautar.