Þingvallastræti 25 - fyrirspurn um stækkun bílgeymslu

Málsnúmer 2012060203

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 141. fundur - 25.07.2012

Erindi dagsett 26. júní 2012 þar sem Þorgeir Þorgeirsson f.h. Sveins Björnssonar og Hjördísar Gunnþórsdóttur óskar eftir umsögn byggingaryfirvalda um leyfi til að stækka núverandi bílgeymslu að Þingvallastræti 25 um 25 fermetra með aðkomu frá Byggðavegi í stað Þingvallastrætis. Meðfylgjandi er teikning eftir Þorgeir Þorgeirsson.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að grenndarkynna erindið.

Skipulagsnefnd - 143. fundur - 12.09.2012

Erindi dagsett 26. júní 2012 þar sem Þorgeir Þorgeirsson f.h. Sveins Björnssonar og Hjördísar Gunnþórsdóttur sækir um stækkun á núverandi bílgeymslu að Þingvallastræti 25 um 25 ferm. með aðkomu frá Byggðavegi í stað Þingvallastrætis var sent í grenndarkynningu þann 31. júlí og lauk henni þann 28. ágúst 2012.
Eitt svar barst:
1) Einar Gunnarsson og María Jóhannsdóttir Þingvallastræti 27 og Guðmundur J. Jónasson og Dóra Gunnarsdóttir, Norðurbyggð 2, dagsett 25. ágúst 2012.
Þau gera ekki athugasemd við stækkun bílgeymslunnar en fara fram á að úrbætur verði gerðar vegna trjáa sem eru til ama á lóðamörkum Þingvallastrætis 25 og Norðurbyggðar 2, á norðurhorni bílastæðis Norðurbyggðar 2 og inni á lóð Þingvallastrætis 25.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.
Athugasemd vegna trjágróðurs á lóðarmörkum er vísað til verkefnisstjóra umhverfismála til nánari skoðunar.