Fagmenntun starfsmanna í leikskólum

Málsnúmer 2012060179

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 12. fundur - 25.06.2012

Erindi dags. 30. maí 2012 frá 11 leikskólastjórum á Akureyri þar sem farið er fram á að skólayfirvöld og rekstraryfirvöld leikskóla Akureyrarbæjar endurskoði ákvörðun sína um að fagmenntað starfsfólk í leikskólum Akureyrar sé að hámarki 90% af heildarfjölda starfsmanna á deild.

Skólanefnd þakkar skólastjórnendum leikskólanna fyrir erindið og minnir á að ákvörðunin um 90% regluna er eingöngu byggð á fjárhagslegum forsendum til eins árs í senn. Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

Skólanefnd - 1. fundur - 07.01.2013

Svar við erindi leikskólastjóra frá 30. maí 2012 sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

Erindinu var hafnað við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.