Þjónusta við aldraða með flókna geðsjúkdóma

Málsnúmer 2012060102

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1145. fundur - 13.06.2012

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Unnur Harðardóttir deildarstjóri kynntu stöðu á þjónustu við aldraða með flókna geðsjúkdóma. Fjallað var um málið í trúnaði. Lagt var fram minnisblað Margrétar Guðjónsdóttur dags. 12. júní 2012.

Félagsmálaráð felur Brit Bieltvedt og Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjórum Öldrunarheimila Akureyrar og HAK að vinna áfram að málinu.

Félagsmálaráð - 1150. fundur - 26.09.2012

Inda Björk Gunnarsdóttir formaður félagsmálaráðs greindi frá stöðu málins. Fyrir liggur minnisblað frá Helgu Erlingsdóttur fyrir hönd samráðshóps sem unnið hefur að málinu.

Félagsmálaráð - 1154. fundur - 14.11.2012

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri öldrunarheimila kynnti svar Landlæknisembættis vegna fyrirspurnar um sértækt þjónustuúrræði.