Umferðarljós - hljóðljós

Málsnúmer 2012060053

Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 10.09.2012

Gerð hefur verið fyrirspurn varðandi hljóðljós (umferðarljós) hérna á Akureyri og hvort ekki væri hægt að fjölga þeim. Í dag eru bara tvö slík ljós með tiltölulega stuttu millibili í Þingvallastrætinu og eitt á Glerárgötunni. Bent er á að t.d. væri heppilegt að hafa ljós á Glerárgötunni á móts við Glerártorg og ef til vill fleiri stöðum. Fyrirspurnin er sett fram þar sem því miður hefur ungu sjónskertu og blindu fólki fjölgað hérna á Akureyri upp á síðkastið.

Samstarfsnefndin beinir þeirri ósk til framkvæmdadeildar að umferðar- og gangbrautarljósum með hljóðmerkjum verði fjölgað í bænum þar sem reynsla af þeim sem fyrir eru er jákvæð.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 02.03.2015

Á fundi sínum 10. september 2012 beindi samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra þeirri ósk til framkvæmdadeildar að umferðar- og gangbrautarljósum með hljóðmerkjum verði fjölgað í bænum.
Lagt var fram yfirlit frá framkvæmdadeild um hvað gert hefur verið í þeim málum.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um stöðu mála, kostnað o.fl. frá framkvæmdadeild og óskað er eftir að fulltrúi framkvæmdadeildar komi á næsta fund nefndarinnar.
Málinu frestað.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 2. fundur - 13.04.2015

Á fundi sínum 10. september 2012 beindi samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra þeirri ósk til framkvæmdadeildar að umferðar- og gangbrautarljósum með hljóðmerkjum verði fjölgað í bænum.
Blindrafélagið sendi bréf dagsett 18. nóvember 2012 til framkvæmdadeildar þar sem óskað var eftir ákveðinni forgangsröðun í uppsetningu hljóðljósa.
Á fundinn kom Tómas Björn Hauksson frá framkvæmdadeild og gerði grein fyrir stöðu málsins.
Nefndin þakkar Tómasi fyrir upplýsingarnar.
Nefndin beinir því til framkvæmdadeildar að farið verði sem fyrst í að setja upp hljóðljós í samræmi við ósk Blindrafélagsins.

Framkvæmdaráð - 310. fundur - 12.06.2015

Farið yfir erindi frá samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, dagsett 4. maí sl. Erindið var sent á framkvæmdadeild og er hér til kynningar.
Akureyrarkaupstaður hefur það að stefnu sinni að við framkvæmdir og endurgerð umferðaljósa komi hljóðljós og hefur gert frá árinu 2012.