Endurfjármögnun

Málsnúmer 2012060020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3322. fundur - 07.06.2012

Lagt fram minnisblað dags. 5. júní 2012 frá fjármálastjóra vegna endurfjármögnunar skuldabréfa með gjalddaga á næsta ári.

Á næsta ári, 20. mars, fellur í gjalddaga skuldabréfaflokkur Akureyrarbæjar AKU 03 1. Um er að ræða kúlulán upphaflega að fjárhæð 1.650.000.000 frá árinu 2003, en er nú tæplega 3 milljarðar króna með áföllnum verðbótum og vöxtum.

Bæjarráð heimilar fjármálastjóra að bjóða eigendum skuldbréfanna á flokki AKU 03 1 skipti á skuldabréfum með stækkun í skráðum flokki, AKU 10 1, hjá Nasdaq OMX á Íslandi og felur fjármálastjóra að annast útgáfuna.

Bæjarráð - 3328. fundur - 16.08.2012

Lagt fram til kynningar minnisblað Dans Jens Brynjarssonar fjármálastjóra dags. 14. ágúst 2012 vegna sölu skuldabréfa og endurfjármögnunar skuldabréfaútboðs.