Lánsfjármögnun - skuldabréfaútboð

Málsnúmer 2012060019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3322. fundur - 07.06.2012

Lagt fram minnisblað dags. 5. júní 2012 frá fjármálastjóra um lántöku vegna byggingar hjúkrunarheimilisins við Vestursíðu.

Bæjarráð heimilar útgáfu skuldabréfa fyrir allt að 900.000.000 króna með stækkun í skráðum flokki, AKU 10 1, hjá Nasdaq OMX á Íslandi, og felur fjármálastjóra að annast útgáfuna.

Lánið er tekið til að mæta byggingarkostnaði vegna hjúkrunarheimilisins við Vestursíðu.

Bæjarráð - 3472. fundur - 17.09.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 15. september 2015 frá fjármálastjóra um lántöku ársins.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Íslensk verðbréf hf um að annast sölu á bréfum fyrir Akureyrarbæ á skuldabréfamarkaði.

Bæjarráð samþykkir að heimila útgáfu skuldabréfa fyrir allt að 650.000.000 króna að nafnverði með stækkun á skráðum flokki, AKU 10 1, hjá Nasdaq OMX á Íslandi, og felur fjármálastjóra að annast útgáfuna.