Knattspyrnufélag Akureyrar - gisting og sundferðir þáttakenda N1-móts

Málsnúmer 2012060002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3322. fundur - 07.06.2012

Erindi dags. 31. maí 2012 frá Óskari Þór Halldórssyni framkvæmdastjóra Knattspyrnudeildar KA f.h. Knattspyrnufélags Akureyrar þar sem óskað er eftir afslætti á gistingu fyrir þátttakendur N1-móts KA í knattspyrnu. Einnig er óskað eftir afslætti af sundferðum þátttakenda á mótinu.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Bent er á að veittur er 70% afsláttur til íþróttafélaga á Akureyri af leigu á gistingu í húsnæði grunnskóla, æskulýðs- og íþróttamannvirkja bæjarins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.