Félagsmiðstöðvar 2012

Málsnúmer 2012050239

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 108. fundur - 06.06.2012

Umræður um stöðu félagsmiðstöðva sem eru til húsa í grunnskólum bæjarins. Samfélags- og mannréttindaráð hefur mótað framtíðarsýn fyrir félagsmiðstöðvarnar sem gerir ráð fyrir aukinni starfsemi eftir að skóla lýkur. Það kallar á að starfsaðstaða félagsmiðstöðvanna verði bætt.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við fræðslustjóra um málið.