Samgönguáætlun - tillögur

Málsnúmer 2012050232

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 74. fundur - 05.06.2012

Farið yfir tillögur að samgönguáætlun.
Rúna Ásmundsdóttir verkfræðingur hjá Mannviti mætti á fundinn undir þessum lið.

Umhverfisnefnd leggur til að farið verði af stað með gerð samgönguáætlunar fyrir Akureyrarkaupstað. Jafnframt þakkar nefndin Rúnu fyrir áhugaverða kynningu og óskar eftir nánari upplýsingum um kostnað við áframhaldandi vinnu.

Framkvæmdaráð - 255. fundur - 17.08.2012

Kynntar hugmyndir að samgöngustefnu fyrir Akureyrarbæ.
Rúna Ásmundsdóttir verkfræðingur hjá Mannviti mætti á fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð þakkar Rúnu Ásmundsdóttur fyrir kynninguna.

Umhverfisnefnd - 76. fundur - 11.09.2012

Rætt um samgönguviku haustið 2012.

Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með að samgönguvika muni verða haldin á Akureyri 16.- 22. september 2012 og felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu.