Naustahverfi 2. áfangi - Sporatún 21-29

Málsnúmer 2012050163

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 138. fundur - 23.05.2012

Erindi dagsett 21. maí 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, óskar að skipulagsnefnd samþykki að gerð verði deiliskipulagsbreyting fyrir húsgerð FIII á lóðinni nr. 21-29 við Sporatún. Óskað er eftir að hækka leyfilegt byggingarmagn úr 750 í 785 fermetra.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á leyfilegu byggingarmagni og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Haraldur S. Helgason tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3322. fundur - 05.06.2012

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. maí 2012:
Erindi dags. 21. maí 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Fjölnis ehf, kt. 530289-2069, óskar að skipulagsnefnd samþykki að gerð verði deiliskipulagsbreyting fyrir húsgerð FIII á lóðinni nr. 21-29 við Sporatún. Óskað er eftir að hækka leyfilegt byggingarmagn úr 750 í 785 fermetra.
Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á leyfilegu byggingarmagni og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Haraldur S. Helgason L-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.