Aðalnámskrá grunnskóla - innleiðing

Málsnúmer 2012050143

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 10. fundur - 21.05.2012

Sigrún Vésteinsdóttir yfirgaf fundinn kl. 16:00.

Fyrir fundinn var lögð til kynningar áætlun um innleiðingu aðlanámskrár grunnskóla, en skóladeild ásamt grunnskólunum hafa fengið styrk úr Sprotasjóði til verkefnisins að upphæð kr. 3.000.000.

Skólanefnd - 3. fundur - 04.02.2013

Lögð var fram til kynningar könnun sem lögð er fyrir í öllum leik- og grunnskólum landsins um stöðu innleiðingar aðalnámskrár. Tilgangur hennar er að athuga hvar leik- og grunnskólar eru staddir í innleiðingarferlinu þannig að auðveldara sé að bjóða skólum fræðslu og leiðsögn sem þess óska. Skólaárið 2014-2015 er gert ráð fyrir að allir leik- og grunnskólar hafi lagað starf sitt að nýrri menntastefnu. Könnunin er unnin sameiginlega af fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda í leikskólum.