Ungmenna-Hús 2012

Málsnúmer 2012050032

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 106. fundur - 09.05.2012

Rætt um stofnun vinnuhóps sem falið yrði að móta framtíðarsýn fyrir starfsemi Ungmenna-Húss.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að setja á stofn vinnuhóp um mótun framtíðarsýnar fyrir Ungmenna-Húsið. Fulltrúar ráðsins í hópnum verða Hlín Bolladóttir, Anna Hildur Guðmundsdóttir, Guðrún Þórsdóttir og Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir, og munu þær starfa með forstöðumanni æskulýðsmála og starfsfólki Ungmenna-Hússins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 119. fundur - 21.01.2013

Á fundi sínum 9. maí 2012 skipaði samfélags- og mannréttindaráð vinnuhóp um mótun framtíðarsýnar fyrir Ungmenna-Húsið. Tillögur hópsins voru lagðar fram.
Kristján Bergmann Tómasson umsjónarmaður Ungmenna-Húss sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Kristjáni fyrir komuna og telur brýnt að styðja enn betur við starfsemi Ungmenna-Hússins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 120. fundur - 06.02.2013

Teknar fyrir að nýju tillögur vinnuhóps um mótun framtíðarsýnar fyrir Ungmenna-Húsið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 130. fundur - 21.08.2013

Teknar fyrir að nýju tillögur vinnuhóps um mótun framtíðarsýnar fyrir Ungmenna-Húsið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillögur vinnuhópsins.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:30.