Kambsmýri 14 - staðsetning bílskúrs

Málsnúmer 2012040152

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 138. fundur - 23.05.2012

Sigurður Valdimarsson Mýrarvegi 115, Akureyri, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hann óskar eftir að kannað verði hvort búið sé að samþykkja byggingu á bílskúr við hús nr. 14 við Kambsmýri. Ef svo er telur Sigurður að það sé ekki til bóta fyrir íbúa í Mýrarvegi 115. Staðsetningin á bílskúrnum kemur til með að þrengja að bílastæðum og allri aðkomu við Mýrarveg 115.

Árið 1989 var heimiluð 161 m2 lóðarstækkun við Kambsmýri 14 til vesturs. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er skilgreindur byggingarreitur fyrir bílskúr innan lóðar Kambsmýrar 14. Ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi fyrir bílskúrnum.

Aðkoma að Mýrarvegi 115 er frá horni Mýrarvegs og Kambsmýrar og gerir deiliskipulagið ráð fyrir að beygjusvæðið á horni Kambsmýrar og Mýrarvegar verði upphækkað og gert þannig öruggara fyrir gangandi umferð um svæðið sem og bílaumferð. Breidd götu er 7m að gangstétt og breidd bílastæða er 5m. Samkvæmt ofangreindu ætti staðsetning bílskúrs ekki að þrengja að bílastæðum Mýrarvegs 115 þar sem gatan uppfyllir staðla um eðlilega bílaumferð í íbúðargötu.

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Erindi frá Sigurði Valdimarssyni dagsett 26. júlí 2012 þar sem hann gerir athugasemd við breidd aðkomugötu að Mýrarvegi 115 og 117. Fram kemur í bréfinu að aðkoman sé 5m að breidd á kafla sem sé í ósamræmi við almenna breidd gatna á Akureyri sem sé 7m. Hann óskar eftir að gerð verði úttekt á aðkomunni og farið verði í viðeigandi úrbætur.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að ræða við eigendur Kambsmýrar 14 um breytingar á afmörkun lóðarinnar.