Sjónlistamiðstöðin á Akureyri - skipulag og þróun

Málsnúmer 2012040129

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 121. fundur - 26.04.2012

Hannes Sigurðsson forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar kom á fundinn til að ræða hvernig fyrstu mánuðurnir í rekstri Sjónlistamiðstöðvarinnar hafa komið út, hvernig horfurnar eru, hið svonefnda "Plastmál" og kynna nýjasta verkefni miðstöðvarinnar sem kallast Sjónpípan.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hannesi fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður og óskar Sjónlistamiðatöðinni til hamingju með Sjónpípuna.

Stjórn Akureyrarstofu - 125. fundur - 13.06.2012

Tekið til umræðu, að ósk fulltrúa V-lista í stjórn Akureyrarstofu, mál það sem upp kom á sýningu Sjónlistamiðstöðvarinnar á dögunum. Í merkingu eins verksins á sýningunni voru fólgin skilaboð frá forstöðumanni Sjónlistamiðstöðvarinnar til formanns Myndlistarfélagsins á Akureyri og gerði formaðurinn athugasemd við það í fjölmiðlum.

 

Hildur Friðriksdóttir fulltrúi V-lista í stjórn Akureyrarstofu óskar bókað:

Í tilefni af gjörningi Hannesar Sigurðssonar forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvar á sýningunni Syntagma sem nú stendur yfir, þá vill fulltrúi VG í stjórn Akureyrarstofu mótmæla því harðlega að opinbert fjármagn og vald sé nýtt í persónulegum tilgangi til að koma höggi á formann Myndlistarfélagsins. Auk þess telur fulltrúi VG að heppilegra hefði verið að málið hefði verið tekið fyrir í stjórn Akureyrarstofu áður en framkvæmdastjóri gaf yfirlýsingar um málsmeðferð í fjölmiðlum.

Stjórn Akureyrarstofu - 130. fundur - 04.10.2012

Farið yfir drög að samþykkt fyrir Sjónlistamiðstöðina.
Lagt fram til kynningar en áfram unnið að samþykktinni.

 

Stjórn Akureyrarstofu - 137. fundur - 21.02.2013

Farið yfir drög að samþykkt fyrir Sjónlistamiðstöðina og síðustu breytingar á þeim.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin með áorðnum breytingum.

Stjórn Akureyrarstofu - 149. fundur - 31.10.2013

Farið yfir samþykkt fyrir Sjónlistamiðstöðina sem er í vinnslu og rætt um þá endurskoðun sem fyrirhuguð er á skipulagi og starfsemi hennar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildi Friðriksdóttur og Jón Hjaltason í vinnuhóp sem fari yfir samþykktir og skipulag Sjónlistamiðstöðvarinnar. Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu starfi með þeim að verkefninu.

Stjórn Akureyrarstofu - 152. fundur - 18.12.2013

Lögð fram áfanganiðurstaða vinnuhóps sem skipaður var á fundi stjórnarinnar þann 31. október sl. og fékk það hlutverk að yfirfara samþykktir og skipulag Sjónlistamiðstöðvarinnar.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að auglýsa eftir nýjum forstöðumanni fyrir Sjónlistamiðstöðina á grundvelli þeirra hugmynda sem kynntar voru á fundinum. Jafnframt er vinnuhópnum falið að ljúka endurskoðun samþykktar fyrir stofnunina á sama grunni.

Stjórn Akureyrarstofu - 152. fundur - 18.12.2013

Lögð fram til kynningar dagskrá Sjónlistamiðstöðvarinnar á árinu 2014.

Stjórn Akureyrarstofu - 162. fundur - 08.05.2014

Lögð fram drög að Samþykkt fyrir Sjónlistamiðstöðina á Akureyri. Orðið hefur sú breyting frá síðustu útgáfu að lagt er til að heitið Listasafnið á Akureyri verði aftur meginheiti stofnunarinnar.

Stjórn Akureyrastofu felur framkvæmdastjóra og forstöðumanni Sjónlistamiðstöðvarinnar að ljúka við drögin fyrir lokaafgreiðslu þeirra frá stjórninni.

Stjórn Akureyrarstofu - 165. fundur - 28.05.2014

Lögð fram til endanlegrar staðfestingar stjórnar samþykkt fyrir Sjónlistamiðstöðina á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3358. fundur - 01.07.2014

3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 28. maí 2014:
Lögð fram til endanlegrar staðfestingar stjórnar samþykkt fyrir Sjónlistamiðstöðina á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt fyrir Listasafnið á Akureyri með 11 samhljóða atkvæðum.