Gata norðurljósanna 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012040069

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 393. fundur - 17.04.2012

Erindi dagsett 13. apríl 2012 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Úrbótamanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu við Götu norðurljósanna 2, lnr. 187539. Meðfylgandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Einnig er sótt um undanþágu frá nýrri byggingareglugerð 112/2012:
Gr. 6.11.1. Vikið frá kröfum um algilda hönnun í ýmsum atriðum er varða aðgengi og umferð.
Gr. 13.3.2. Hér er vikið frá kröfum um leyfilegt hámark U-gilda einstakra byggingarhluta.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 479. fundur - 06.02.2014

Erindi dagsett 13. apríl 2012 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Úrbótamanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu við Götu norðurljósanna 2, lnr. 187539. Meðfylgandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Skipulagsstjóri samþykkti byggingaráform fyrir húsið 18. apríl 2012 og lagði á gatnagerðar- og byggingargjald sem voru greidd á gjalddaga.
Síðar kom í ljós að á þessu svæði liggur háspennustrengur þannig að ekki verður af byggingu hússins.
Skipulagsstjóri samþykkir að fella niður samþykkt um byggingaráform og endurgreiða umsækjanda gatnagerðar- og byggingargjald. Hafa skal samband við fjárreiðudeild Akureyrarbæjar vegna endurgreiðslunnar.