Forvarnamál - fræðsla

Málsnúmer 2012040062

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 105. fundur - 18.04.2012

Gunnar Gíslason fræðslustjóri mætti á fundinn til samræðna um mögulega samfléttun lífsleiknikennslu og forvarnafræðslu. Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar fræðslustjóra fyrir komuna. Formaður ráðsins mun sitja fund með skólastjórum þar sem farið verður yfir málið.

Tryggvi Þór Gunnarsson mætti til fundar kl. 17:19.

Samfélags- og mannréttindaráð - 109. fundur - 27.06.2012

Formaður greindi frá fyrirhugaðri hugmyndavinnu um forvarnamál.
Jóhann Gunnar Sigmarsson vék af fundi kl. 17.55.

Samfélags- og mannréttindaráð - 111. fundur - 15.08.2012

Til fundarins mætti Jóhannes Óli Ragnarsson forsvarsmaður Sólskinsbarna - samtaka gegn einelti á Akureyri og sagði frá fyrirhuguðu starfi samtakanna.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Jóhannesi fyrir kynninguna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 116. fundur - 07.11.2012

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir forvarnafræðslu sem boðið verður upp á í grunnskólum bæjarins í vetur.
Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 117. fundur - 28.11.2012

Umræða um forvarnir og jafnréttismál í framhaldsskólunum. Gestir fundarins voru Hjalti Jón Sveinsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og Jón Már Héðinsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri.

Samfélags- og mannréttindaráð býður framhaldsskólum bæjarins til samstarfs í vinnuhópi um endurskilgreiningu á forvörnum sem þeir og þáðu. Það er enn einn liðurinn í að efla samtakamátt í samfélaginu. Það er markmið samfélags- og mannréttindaráðs á Akureyri að vera leiðandi í forvörnum.

Guðlaug Kristinsdóttir B-lista vék af fundi kl. 18:30.