Grímsey - heimskautsbaugurinn

Málsnúmer 2012040043

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 142. fundur - 23.05.2013

Akureyrarstofa hlaut nýverið 2,2 mkr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að halda samkeppni um nýtt tákn eða kennileiti fyrir norðurheimskautsbauginn í Grímsey. Skipa þarf verkefnislið sem undirbýr og stýrir framkvæmd samkeppninnar.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar framgangi verkefnisins. Stjórnin skipar Maríu Helenu Tryggvadóttur verkefnisstjóra á Akureyrarstofu fyrir sína hönd í verkefnisliðið. Einnig óskar stjórnin eftir því að Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála, Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri og Sigríður Stefánsdóttir tengiliður bæjarins við Grímsey taki sæti í verkefnisliðinu. Jafnframt er óskað eftir því að hverfisráð Grímseyjar skipi einn fulltrúa í verkefnissliðið.

Stjórn Akureyrarstofu - 145. fundur - 29.08.2013

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 29. ágúst 2013 frá verkefnisstjóra ferðamála á Akureyrarstofu um framhald og mögulegan kostnað vegna samkeppni um nýtt tákn fyrir heimskautsbauginn í Grímsey.