Íþróttabandalag Akureyrar - bréf frá SKA snjóbrettadeild

Málsnúmer 2012040041

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 109. fundur - 26.04.2012

Erindi dags. 2. apríl 2012 frá stjórn Íþróttabandalags Akureyrar þar sem vísað er í bréf frá Skíðafélagi Akureyrar varðandi ósk um bætta aðstöðu snjóbrettaiðkenda sunnan Skautahallar. Stjórn ÍBA mælir með því að aðstaða fyrir iðkendur verði bætt.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að afla nánari upplýsinga um málið.

Íþróttaráð - 110. fundur - 10.05.2012

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 2. apríl 2012 frá stjórn Íþróttabandalags Akureyrar þar sem vísað er í bréf frá Skíðafélagi Akureyrar varðandi ósk um bætta aðstöðu snjóbrettaiðkenda sunnan Skautahallar. Stjórn ÍBA mælir með því að aðstaða fyrir iðkendur verði bætt. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi íþróttaráðs 26. apríl sl. og forstöðumanni íþróttamála falið að afla nánari upplýsinga um málið.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að leita eftir samvinnu um málið við framkvæmdadeild.

Íþróttaráð - 115. fundur - 06.09.2012

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 2. apríl 2012 frá stjórn Íþróttabandalags Akureyrar þar sem vísað er í bréf frá Skíðafélagi Akureyrar varðandi ósk um bætta aðstöðu snjóbrettaiðkenda sunnan Skautahallar. Stjórn ÍBA mælir með því að aðstaða fyrir iðkendur verði bætt. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi íþróttaráðs 10. maí sl. og forstöðumanni íþróttamála falið að leita eftir samvinnu um málið við framkvæmdadeildina.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu að sinni en mun taka málið upp að nýju við Fasteignir Akureyrarbæjar.