Bakkahlíð - framtíðaráform

Málsnúmer 2012040019

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1142. fundur - 11.04.2012

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA fóru yfir framtíðaráform varðandi Bakkahlíð.
Félagsmálaráð leggur til að starfsemi sem nú er í Bakkahlíð, íbúar og starfsfólk, flytji í eina einingu í Vestursíðu þegar nýja hjúkrunarheimilið verður tekið í notkun. Málinu vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3319. fundur - 17.04.2012

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. apríl 2012:
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA fóru yfir framtíðaráform varðandi Bakkahlíð.
Félagsmálaráð leggur til að starfsemi sem nú er í Bakkahlíð, íbúar og starfsfólk, flytji í eina einingu í Vestursíðu þegar nýja hjúkrunarheimilið verður tekið í notkun. Málinu vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu félagsmálaráðs með 10 atkvæðum.

Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu.