Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 657. mál

Málsnúmer 2012030265

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3315. fundur - 12.04.2012

Umræða um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög) 657. mál.

Bæjarráð vísar málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3319. fundur - 17.04.2012

Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 12. apríl sl. 4. lið: Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 657. mál og 5. lið: Frumvarp til laga um veiðigjöld (heildarlög), 658. mál, til frekari umræðu í bæjarstjórn.

Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:
Fyrir Alþingi liggja nú frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og um veiðigjald. Því hefur ítrekað verið haldið fram að nái frumvörpin fram að ganga geti það haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir afkomu útgerðarfyrirtækja og þar með stöðu einstakra sveitarfélaga og íbúa þeirra. Mikilvægt er þess vegna að fara vandlega yfir áhrif frumvarpanna áður en þingmenn taka afstöðu til þeirra.
Bæjarstjórn Akureyrar leggur þunga áherslu á að Ríkisstjórn Íslands og Alþingi láti vinna hlutlausa úttekt á áhrifum frumvarpanna á rekstrarskilyrði útgerðarinnar í bráð og lengd og þar með atvinnu og byggð í landinu. Niðurstöður þessarar úttektar verði aðgengilegar þingi og þjóð áður en kemur að endanlegri ákvörðun í málinu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Akureyrarstofu - 121. fundur - 26.04.2012

Rætt um Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 657. mál og Frumvarp til laga um veiðigjöld (heildarlög), 658. mál og möguleg áhrif þeirra á Eyjafjarðarsvæðinu.

Stjórn Akureyrarstofu tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 17. apríl sl. og leggur þunga áherslu á að Ríkisstjórn Íslands og Alþingi láti vinna hlutlausa úttekt á áhrifum frumvarpanna á rekstrarskilyrði útgerðarinnar og þar með atvinnu og byggð í landinu. Niðurstöður þessarar úttektar verði gerðar aðgengilegar áður en kemur að endanlegri ákvörðun í málinu.