SVA - möguleikar á notkun metans og lífdísels

Málsnúmer 2012030135

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 249. fundur - 16.03.2012

Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fóru yfir minnisblað dags. 15. mars 2012 um notkun metans og lífdísels á ökutæki SVA og Ferliþjónustu Akureyrarbæjar.

Framkvæmdaráð - 250. fundur - 30.03.2012

Skoðaðir voru betur möguleikar á kaupum á metan eða lífdísel knúinni bifreið fyrir ferliþjónustu Akureyrar.
Áður á dagskrá framkvæmdaráðs 16. mars sl.

Framkvæmdaráð samþykkir að keypt verði metan knúin bifreið fyrir ferliþjónustu Akureyrar og felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi og Stefáni Baldurssyni forstöðumanni SVA að skoða kaup á bifreið.

Framkvæmdaráð - 251. fundur - 27.04.2012

Kynntir möguleikar á kaupum á sérútbúinni bifreið fyrir ferliþjónustu Akureyrar.

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur gerði grein fyrir kostnaði við sérútbúna bifreið fyrir ferliþjónustu Akureyrar.

Famkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og felur Helga Má að ganga frá kaupunum.