Stuðningsfjölskyldur - greiðslur til stuðningsfjölskyldna

Málsnúmer 2012030081

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1140. fundur - 07.03.2012

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar fóru yfir greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna.

Málinu er frestað til næsta fundar.

Félagsmálaráð - 1141. fundur - 21.03.2012

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna teknar fyrir að nýju en málið var áður á dagskrá 7. mars 2012.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri kynnti málið og lagði fram minnisblað Karólínu Gunnarsdóttur dags. 16. mars 2012.
Sif Sigurðardóttir A-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Félagsmálaráð samþykkir að hækka greiðslur til stuðningsfjölskyldna frá 1. apríl 2012. Miðað er við hækkun á launavísitölu frá janúar 2009.

Velferðarráð - 1221. fundur - 16.12.2015

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar kynnti þörf fyrir breytingu á greiðslum til stuðningsfjölskyldna. Lagt fram minnisblað Karólínu Gunnarsdóttur og Fanneyjar Jónsdóttur dagsett 14. desember 2015.
Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingu á greiðslum til stuðningsfjölskyldna enda rúmast þær innan fjárhagsáætlunar 2016.

Velferðarráð - 1335. fundur - 17.03.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 15. mars 2021 frá Karólínu Gunnarsdóttur þjónustustjóra og Fanneyju Jónsdóttur ráðgjafa um þörf fyrir breytingar á greiðslum til stuðningsfjölskyldna.

Velferðarráð leggur til að greiðslur til stuðningsfjölskyldna verði hlutfall af meðlagi.

Fyrir 1. flokk er greitt 85% af einu meðlagi, 2. flokk 75% og fyrir 3. flokk 50%.