Jaðarsíða 6-12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu

Málsnúmer 2012030065

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 388. fundur - 07.03.2012

Erindi dagsett 24. febrúar 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Hagviðar ehf., kt. 450808-0750, sækir um leyfi fyrir breytingum frá áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er umsókn um að fara eftir eldri byggingareglugerð 441/1998.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 389. fundur - 14.03.2012

Erindi dagsett 24. febrúar 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Hagviðar ehf., kt. 450808-0750, sækir um leyfi fyrir breytingum frá áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 13. mars 2012. Einnig er umsókn um að fara eftir eldri byggingareglugerð 441/1998 og óskað eftir undaþágu skv. nýrri byggingarreglugerð 112/2012 á eftirfarandi:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2 Algild hönnun.
3. Gr. 6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14m2 herbergi.
4. Gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
5. Gr. 13.2.1 til 13.3.3 Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Samþykkt byggingaráformanna fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út fyrir 31. desember 2012. Jafnframt bendir skipulagsstjóri á að æskilegt væri að verönd væri komið fyrir við suðurhlið hússins í stað norður hliðar hússins.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 391. fundur - 28.03.2012

Erindi dagsett 22. mars 2012 þar sem Jón Páll Tryggvason f.h. Hagviðar ehf., kt. 450808-0750, óskar eftir takmörkuðu byggingarleyfi til að steypa undirstöður og leggja lagnir utan og innan sökkla.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 391. fundur - 28.03.2012

Erindi dagsett 22. mars þar sem Jón Páll Tryggvason sækir um að vera byggingarstjóri við nýbyggingu raðhúss að Jaðarsíðu 6-12.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 422. fundur - 21.11.2012

Erindi dagsett 12. nóvember 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga, kt. 490398-2519, óskar eftir breytingum á áður samþykktum teikningum á lóð nr. 6-12 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h. varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14 m2 herbergi.
4. Gr. 8.5.2. Gler.
5. Gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
6. Gr. 13.2.1. til 13.3.3 Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 427. fundur - 09.01.2013

Erindi dagsett 27. desember 2012, þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af raðhúsi á lóð nr. 6-12 við Jaðarsíðu.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason dagsettar 8. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.